Hæfilegur

Skrifstofumaðurinn, leikarinn og nú uppistandarinn Bolli Már Bjarnason setur á svið glænýtt uppistand og jafnframt sitt fyrsta. Uppistandssýningin Hæfilegur eru vangaveltur Bolla og misgáfulegar pælingar um mannlega hegðun, samskipti og málefni líðandi stundar.

Bolli Már hefur undanfarin ár starfað sem texta- & hugmyndasmiður, framleiðandi og við þáttagerð. Fæddur í Vestmannaeyjum en búið í Laugardalnum síðustu 26 ár, þar sem hann hyggst eyða lífi sínu með konu og barni.