Hið ósagða
Þrír vinir hittast í máltíð á T.G.I. Fridays, eitt þeirra var að slá í gegn. Undir sakleysislegum samskiptum þeirra leynist grátbrosleg styrjöld, persónulegt stríð milli þriggja beiskra og venjulegra einstaklinga sem þekkja veikleika hvors annars utan að. Skrautlegir starfsmenn veitingastaðarins og gestir komast ekki hjá því að skipta sér af þeim einhverrahluta vegna og kvikmyndatjaldið sem blasir fyrir ofan/aftan leikendur virðist ætla að afhjúpa fyrir áhorfendum tilfinningalíf vinanna þriggja og einnig setja það í stærra samhengi.
Hið ósagða kemst mögulega eins nálægt því að vera kvikmynd og leikrit getur orðið. Allt tal og öll samskipti eru fyrirfram tekin upp og spiluð í hljóðkerfi þar sem leikendur mæma dílaóginn fyrir áhorfendum. Með því að blanda saman tveimur klassískum sagnamiðlum undirstrikar verkið þennan tvíræða samtíma þar sem ekkert er bara gott eða slæmt, hátt eða lágt, stórt eða smátt og í þögninni liggur margt ósagt.
Leikendur og framleiðendur: Árni Vilhjálms, Kolfinna Nikulásdóttir, Kolbeinn Gauti Friðriksson, Melkorka Gunborg Briansdóttir, Ólafur Ásgeirsson, Sigurður Ámundason.
Leikstjórn / handrit: Sigurður Ámundason
Hljóðvinnsla: Sigurður Ámundason, Óskar Þór Ámundason og Andri Björgvinsson