Hríma

ENGLISH BELOW

Sjónræn, kómísk og harmræn heilgrímusýning með stórt hjarta - án orða.

Athugið að sýningin er ekki við hæfi barna eða viðkvæmra áhorfenda.

Í verkinu er fjallað um ofbeldi og misnotkun.

Hríma er fullorðin kona sem býr einangruð frá umheiminum. Hún er sjálfri sér næg en býr yfir gömlu leyndarmáli. Inn í líf hennar kemur óvæntur gestur sem veldur því að hún þarf að horfast í augu við skugga fortíðar sinnar. Getur gömul kona skilað skömminni til að eiga sér von um framtíð?
 

Aldís Davíðsdóttir leikkona gerir stórfenglegar grímur og leikur ásamt Þóreyju Birgisdóttur. Auður Ösp Guðmundsdóttir og Högni Sigurþórsson hanna útlit sýningarinnar. Ólafur Ágúst Stefánsson hannar lýsingu. Tónlist og hljóðheim verksins skapar Sævar Helgi Jóhannsson. Ágústa Skúladóttir og Orri Huginn Ágústsson leiða höfundarvinnu og leikstýra.

Sýningin tekur um klukkustund í flutningi, ekkert hlé.

Verkefnið er styrkt af Sviðslistasjóði og launasjóði sviðslistafólks.