Jesú er til
Hákon Örn úr uppistandshópnum VHS mætir í Tjarnarbíó með sprenghlægilega leiksýningu ásamt partí þríeykinu Inspector Spacetime.
Einn góðan veðurdag er Hákon Örn Helgason á barmi örvæntingar í Vesturbæjarlaug. Eyrum hans berast ljúfir tónar. Á bakkanum situr maður og spilar á banjó. Hver er þessi maður? Hvernig þorir hann að spila á banjó á almannafæri? Hefur hann svörin við stóru spurningum lífsins?
Í tilvistarkreppu sinni leggur Hákon af stað í stærstu svaðilför lífs síns og hefur ævintýralega leit að þessum dularfulla banjóspilara. Hann setur upp rannsóknarstofu og ræður til sín teymi. Hver er hann og hvar?
Dramatúrg: Magnús Thorlacius
Tónlist: Inspector Spacetime
Leikarar: Almar Blær Sigurjónsson, Andrés Pétur Þorvaldsson, Arnór Björnsson, Jökull Smári Jakobsson og Stefán Þór Þorgeirsson
Leikmyndahönnun: Rakel Andrésdóttir
Leikmyndamálun og aðstoð: Helena Margrét Jónsdóttir
Smiður: Egill Ingibergsson
Hönnun: Margrét Aðalheiður Önnu- Þorgeirsdóttir
Þakkir: Anna Kristín, Andre Negrier, Fjölnir Gíslason, Mio Storåsen, Sigurlaug Þuríður Ragnarsdóttir, Stefán Ingvar Vigfússon, Tryggvi Sæberg Björnsson, Hilmir Jensson, Karl Ágúst Þorbergsson og Smeykasti bekkurinn.
Verkið var upphaflega sýnt í Listaháskóla Íslands.