Kynslóðir

Uppistandið Kynslóðir með Bergi Ebba heldur áfram í Tjarnarbíó í vetur, eftir hátt í þrjátíu uppseldar sýningar og um fimm þúsund selda miða. Nú fer hver að verða síðastur að tryggja sér miða enda takmarkaður sýningarfjöldi í boði.

Kynslóðir hefur hlotið frábærar viðtökur áhorfenda og gagnrýnenda og er vinsælasta sýning Tjarnarbíós á leikárinu. Sýningin hentar breiðu aldursbili og er einnig sérlega vel til þess fallin að taka á móti stærri hópum.

Bergur Ebbi er einn reyndasti uppistandari landsins sem á að baki yfir þrettán ára feril af uppistandi, fyrirlestrahaldi og alvarlegum jafnt sem gamansömum greiningum á samfélaginu í bókum, pistlum, sjónvarps- og útvarpsefni.