Madam Tourette

Uppistandarinn Elva Dögg Hafberg Gunnarsdóttir frumflytur meinfyndna samfélagslega og pólitíska ádeilu á viðhorf almennings og stjórnvalda gagnvart öryrkjum. Leikstjóri sýningarinnar er Ágústa Skúladóttir og leikmyndahönnuður er Þórunn María Jónsdóttir.