THIS IS NOT MY MONEY

Subfrau í samstarfi við Blaue Frau sýnir This Is Not My Money

Mitt í bullandi verðbólgu, hömlulausum vaxtahækkunum og fjárhagslegri örvæntingu heimilanna kemur sviðslistahópurinn Subfrau eins og kallaður í Tjarnarbíó með gestasýninguna „This Is Not My Money“. Þetta er grillaður og grátbroslegur góðgerðaviðburður eða kannski bara staður þar sem peningar og hlutir skipta um eigendur... en hver þarf þá mest? og hver borgar best?

Í stað þess að rukka peninga fyrir aðgöngumiða biðjum við áhorfendur um að færa okkur einn hlut, gjarnan hlut sem á sér sögu en sem þau eru tilbúin að gefa. Hlutirnir sem áhorfendur færa okkur skapa sýninguna. Út frá þeim fjöllum við um eignarhald, gjafir, góðgerðamál, kapítalisma og minningar – og veltum því fyrir okkur hver við erum án allra þeirra hluta sem umkringja okkur.

ATH! SÝNINGIN ER Á ENSKU

Þátttakendur:
Leikstjóri: Lisen Rosell (SE) / Eddie Mio Larson (SE), Leikmynd, búningar, lýsing: Josefin Hinders (SE), hugmynd: Lisen Rosell & subfrau & Blaue Frau, Leikendur: María Palsdottír (IS), Lotten Roos (SE), Joanna Wingren (FI), Kristina Alstam (SE), Sonja Ahlfors (FI). Ljósatækni á leikferð: Alina Pajula (FI).

ATH! Það er alltaf von!
Ef það er uppselt, sendu tölvupóst á miðasölu Tjarnarbíós til að skrá þig á biðlista. Reynslan hefur kennt okkur að það er alltaf eitthvað um afbókanir, jafnvel einhverjir sem hreinlega mæta ekki. Þú gætir nælt þér í þeirra sæti.

Að sama skapi biðjum við allra vinsamlegast að ef þú átt bókað en kemst ekki, hafðu endilega samband við miðasölu Tjarnarbíós við fyrsta tækifæri og afbókaðu svo aðrir megi njóta viðburðarins í þinn stað. Kærar þakkir!