Venus í feldi

Venus í feldi eftir David Ives

Frumsýnt 26.janúar

Tómas Novachek, leikstjóri og leikskáld, hefur átt erfiðan dag í örvæntingarfullri en árangurslausri leit að réttri leikkonu í nýtt leikrit hans. Hann hefur gert leikgerð upp úr skáldsögunni Venus í feldi eftir hinn austurríska Leopold von Sacher-Masoch. Við hann er einmitt sado-masokismi kenndur. Í lok áheyrnarprófanna æðir skyndilega ýtin og einstaklega viljasterk leikkona inn á leiksviðið. Svo undarlega vill til að hún ber sama nafn og aðalsöguhetja leikritsins, - hún kann hlutverkið reiprennandi og veit grunsamlega mikið um efnivið verksins.

Engu að síður er leikstjórinn ekki sannfærður um að leikkonan geti leikið hina fáguðu og glæsilegu persónu sviðsverksins. Hann lætur þó til leiðast og leyfir henni að máta sig við hlutverkið og áttar sig fljótlega á að hæfileikar hennar og töfrar eru ómótstæðilegir.

Andrúmsloftið verður spennuþrungið, tilfinningaríkt og tælandi, mörk fantasíu og

raunveruleika, drottnunar og undirgefni verða fullkomlega óljós.

Venus í feldi er heillandi stúdía um erótík, völd og baráttu kynjanna. Það sló rækilega í gegn er það var frumsýnt á Broadway árið 2011. Hlaut Tonyverðlaunin fyrir bestu leikkonu í aðalhlutverki og var tilnefnt sem besta leikritið. Roman Polanski kvikmyndaði árið 2013 og var myndin tilnefnd til fimm César verðlauna árið 2014.


Leikarar: Sara Dögg Ásgeirsdóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson

Höfundur: David Ives

Þýðing: Stefán Már Magnússon

Leikstjórn: Edda Björg Eyjólfsdóttir

Leikmynd: Brynja Björnsdóttir

Búningar: María Ólafsdóttir

Tónlist og hljóðmynd: Halldór Eldjárn

Lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson og Jóhann Friðrik Ágústsson

Dramatúrg, aðstoð við þýðingu og leikstjórn: Hafliði Arngrímsson


Titill á frummáli: Venus in Fur

Frumsýning 26. janúar 2023 í Tjarnarbíói

Sýningarréttur Nordiska ApS

Hönnun plakats: Helga Gerður Magnúsdóttir

Ljósmynd: Ari Magg


Framleiðsla: Edda Productions