Eftirpartí

FWD Youth company kynnir EFTIRPARTÍ

Eftirpartí er nýtt dansverk eftir Ásrúnu Magnúsdóttur unnið í náinni samvinnu við Forward Youth Company. Partíið er búið eða það er allavega alveg að klárast. Æskan er líka búin eða svona næstum því - við höldum samt í hana. Við ætlum að dvelja örlítið lengur, sjá hvort það gerist ekki eitthvað. Eitt lag í viðbót. Einn dans í viðbót. Vill einhver kannski koma í karókí? Klukkan er margt en það er samt ennþá gaman. Það verður gaman í smá stund í viðbót. Við ætlum ekki heim alveg strax. Þetta er okkar partí og við grátum ef við viljum. Það er allt í lagi af því við erum með vinum okkar og þau mega sjá okkur gráta og þau hugga okkur og halda utan um okkur. Til þess eru vinir. Síðan förum við heim - þetta verður síðasti dansinn.

Danshöfundur: Ásrún Magnúsdóttir

Dansarar: Álfheiður Karlsdóttir, Bergþóra Sól Elliðadóttir, Diljá Þorbjargardóttir, Emma Eyþórsdóttir, Hafey Lipka Þormarsdóttir, Hekla Ýr Þorsteinsdóttir, Lára Stefanía Guðnadóttir, Melkorka Embla Hjartardóttir, Oliver Alí Magnússon og Sunna Mist Helgadóttir.

Ljósmyndir og vídeó: Björgvin Sigurðsson

Grafík: Rakel Tómasdóttir

Tækni: Owen Hindley

Tónlistarráðgjafi: Atli Bollason

Ásrún Magnúsdóttir fæddist í Reykjavík seint á níunda áratugnum. Verk hennar miða að því að teygja á ríkjandi hefðum innan dans og kóreógrafíu t.d með því að vinna með fólki sem hefur ekki hugsað mikið um dans eða kóreógrafíu ásamt því að magna upp raddir sem að hennar mati mættu heyrast betur í samfélaginu. Þetta gerir hún með því að gefa ólíkum og öðruvísi hópum sviðið til að tjá sig, láta sjá sig og hlusta á en Ásrún hefur töluverða reynslu af að vinna með ólíkum hópum sérstaklega ungu fólki, unglingum og börnum en einnig örsamfélögum eins og eigin nágrönnum eða íbúum í tilteknu hverfi.

Forward er danshópur fyrir ungt fólk í umsjón Dansgarðsins.

www.dansgardurinn.com

Aðgangseyrir: 3000 kr

2000 kr fyrir alla nemendur í dansskólum.

Miðasala á tix.is og á heimasíðu Tjarnarbíó

Allur ágóði rennur til uppbyggingar á framtíðarstarfi Forward Youth Company.