Eggið
Þegar fólk lítur á samskipti sem leik til að sigra, þá tapa allir.
Fyrsta næturpössunin er í höfn, Ólína hefur sett kassa af pouilly-fuissé í kælinn (fumé er viðbjóður) og eiginmaðurinn Hugi var að selja sprotafyrirtækið. Því ber að fagna. En Stella vinkona, kasólétt á kantinum, leit við og treystir sér hreinlega ekki til að fara, sem kann að klúðra kvöldinu og lífi þeirra hjóna.