Flækt

FLÆKT

eftir Juliette Louste

Að vaxa úr grasi er ekki auðvelt fyrir alla. Að vera manneskja er ekki auðvelt. Tilveran sjálf er flókin og ósveigjanleg og á einhvern hátt brothætt.

Í leit að skilningi og viðráðanlegri tilveru sköpum við okkur öll kerfi. Trúarbrögð, rútínur og hugmyndakerfi; leiðir til að lifa af og til að finna samhengi. En hvað gerist þegar þessi kerfi, sem áttu að styðja okkur, taka yfir og fara að stjórna okkur?

Flækt er dansverk byggt á persónulegri reynslu höfundar og flytjanda, Juliette Louste, af áráttu- og þráhyggjuröskun (OCD). Eftir áfall í æsku þróaði hún með sér ströng og ósveigjanleg kerfi til að takast á við heiminn, heim sem hvorki skildi hana né sá það ofbeldi sem hún varð fyrir. Þessi kerfi voru hennar vörn. Smám saman tóku þau yfir og vörnin varð að yfirþyrmandi byrði á herðum hennar.

Í verkinu rannsakar Juliette hvernig hægt sé að dansa með skuggunum, óreiðunni og flækjunni — með stuðningi, meðvitund og óbilandi þrautseigju.

Flækt býður áhorfendum að upplifa afhjúpun innra landslags þráhyggjunnar.

Verkefnið er styrkt af Viva Holding. 

KREDITLISTI

Höfundur og danshöfundur - Juliette Louste 

Listrænn stjórnandi og framleiðandi - Kara Hergils

Leikmynda- og búningahönnuður - Rebekka A. Ingimundardóttir

Dramatúrg: Gígja Sara Björnsson

Tónskáld: Íris Hrund Stefánsdóttir

Aðstoðardanshöfundur: Selma Reynisdóttir

Ljósahönnuður: Andreu Fàbregas Granes

Hljóðhönnun: Kristín Waage

Vörpun: Owen Hindley

Tæknimaður: Dariel Garcia