Hark

Nú er síðasti séns að sjá þennan sprenghlægilega rokksöngleik sem fengið hefur frábæra dóma á borð við:

“Söngleikur sem hristir upp í íslensku leikhúslífi” (Trausti Ólafsson, RÚV)

“Leikgleðin ræður ríkjum í sýningunni og tónlistin er einkar vel smíðuð. Lögin eru grípandi og sterk og textarnir eru vel meitlaðir af smáatriðum með vott af húmor og mikilli sál.” (Díana Sjöfn Jóhannsdóttir, Lestrarklefinn)

Hark er nýr íslenskur gamanrokksöngleikur fyrir fullorðna með tónlist, texta og handrit eftir Þór Breiðfjörð. Hann á sér stað á tímamótum í lífi poppstjörnunnar Jóhanns Víkings, sem má muna fífil sinn fegurri.

Þar eru sambönd hans í framtíð og fortíð í brennipunkti, ekki síst fáránlega meðvirkt samband við rótara hans og allrahanda reddara, Dodda. Inn í líf þessara kyndugu risaeðla kemur rokkstjarnan Fjóla Svif með nýja strauma og viðhorf.

Leikstjóri og dramatúrg: Orri Huginn Ágústsson

Höfundur: Þór Breiðfjörð

Leikarar: Þór Breiðfjörð, Hannes Óli Ágústsson og Rakel Björk Björnsdóttir

Tónlistarstjóri: Davíð Sigurgeirsson

Leikmyndahönnun/ljósahönnun: Friðþjófur Þorsteinsson

Búningahönnuður: Ingibjörg Jara Sigurðardóttir

Danshöfundur: Auður Bergdís

Hljóðhönnun: Kristín Waage

Hljómsveit: Davíð Sigurgeirsson, Ásmundur Jóhannsson, Daði Birgisson, Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir


Verkið er styrkt af Sviðslistasjóði.

ATHUGIÐ AÐ ÖLL SVIÐSVERK ERU SÝND Í STUTTAN TÍMA Í TJARNARBÍÓ