Hark

Hark er nýr íslenskur gamanrokksöngleikur fyrir fullorðna með tónlist, texta og handrit eftir Þór Breiðfjörð. Hann á sér stað á tímamótum í lífi poppstjörnunnar Jóhanns Víkings, sem má muna fífil sinn fegurri. Þar eru sambönd hans í framtíð og fortíð í brennipunkti, ekki síst fáránlega meðvirkt samband við rótara hans og allrahanda reddara, Dodda. Inn í líf þessara kyndugu risaeðla kemur rokkstjarnan Fjóla Svif með nýja strauma og viðhorf.

Þótt söngleiknum sé öðrum þræði ætlað að vera fyndin afþreying með grípandi og eftirminnilegum lögum eru líka á ferðinni dýpri skilaboð og hugleiðingar um úrelt sjónarmið, tilgang lífsins og hvernig kynslóðirnar geta sameiginlega uppfært “hugbúnaðinn” hjá sér með því að opna hjartað.

Leikstjóri og dramatúrg er Orri Huginn Ágústsson. 

Tónlistarstjórn og útsetningar: Davíð Sigurgeirsson

Meðal leikara eru: Þór Breiðfjörð, Þórdís Björk Þorfinnsdóttir og Hannes Óli Ágústsson

Verkið er styrkt af Sviðslistasjóði.

ATHUGIÐ AÐ ÖLL SVIÐSVERK ERU SÝND Í STUTTAN TÍMA Í TJARNARBÍÓ