Hulið

Magnað leikverk eftir Sigríði Ástu Olgeirsdóttur með tónlist eftir Önnu Þorvaldsdóttur þar sem

kafað er í tengsl manns og náttúru og þá virðingu sem náttúran krefst af okkur.

Persónulegar reynslusögur höfundar og kvenna í fjölskyldu hennar fléttast saman í þetta

ljóðræna og einlæga verk sem lætur engan ósnortinn. Áhorfendur ganga út með löngun til að

vita meira um hulin öfl og þrá til að finna dýpri tengingu við náttúruna.

Hulið er 45 mínútna einleikur eftir ungt Borgfirskt leikskáld og leikkonu, Sigríði Ástu

Olgeirsdóttur, í flutningi hennar. Verkið er óður til náttúrunnar og náttúruaflanna og innblásið

af móðurömmu höfundar sem var berdreymin, talaði við álfa og spáði fyrir um framtíðina.

Tónlistin í verkinu eru verkin Trajectories og Shades of Silence eftir Önnu Þorvaldsdóttur

tónskáld en þær eru frænkur og eiga sömu móðurömmu og ólust upp í sama bænum undir

sama fjallinu við sama hafið. Leikstjóri er Halldóra Rósa Björnsdóttir.

Verkið er einlægt, mystískt, spennandi, líkamlegt og kannski skrítið og skilur áhorfendur eftir með trú á hið ósýnilega og huldufólkið okkar.

Höfundur og leikari: Sigríður Ásta OIgeirsdóttir

Leikstjórn: Halldóra Rósa Björnsdóttir

Tónlist: Anna Þorvaldsdóttir (Verkin Trajectories og Shades of Silence)

Ljósahönnun: Fjölnir Gíslason

Leikmynd: Sigríður Ásta Olgeirsdóttir og Halldóra Rósa Björnsdóttir

Ljósmyndir: Gunnlöð Jóna Rúnarsdóttir

Framleiðandi: Bláir englar Theatre Productions í samstarfi við Tjarnarbíó

Lengd: 45 mínútur, ekkert hlé

Verkefnið er stutt af Uppbyggingarsjóði Vesturlands