Hver vill vera prinsessa?
Bréfið er komið! Þrjár prinsessur fá loksins ósk sína uppfyllta og halda af stað á prinsabiðstofuna þar sem ástin bíður þeirra. Nornin leggur á þær álög og prinsarnir koma ekki. Þær fara í ævintýraferðalag til að finna hinn eina sanna því þær get ómögulega lifað hamingjusamlega til æviloka nema að þær finni prinsinn sinn... eða hvað?
Þrátt fyrir að vera ólíkar verður til falleg vinátta og saman komast þær að því hvað skiptir mestu máli. Þær eru sterkar, hæfileikaríkar og klárar stelpur sem geta allt!
,,Hver vill vera prinsessa?" er nýr söngleikur eftir Raddbandið, Söru Martí og Stefán Örn Gunnlaugsson, í anda Disney ævintýranna sem allir þekkja og elska.
Raddbandið skipa söng- og leikkonurnar Auður Finnbogadóttir, Rakel Björk Björnsdóttir og Viktoría Sigurðardóttir. Þær fara með hlutverk prinsessanna í söngleiknum og Sara Martí leikstýrir, en hún hefur leikstýrt ótal barnaleiksýningum á borð við Karíus og Baktus í Hörpu, Jólaævintýri Þorra og Þuru og síðast Umskiptingnum í Þjóðleikhúsinu.