Jólaævintýri Þorra og Þuru

Uppáhalds álfarnir okkar, Þorri og Þura, snúa aftur í Tjarnarbíó í aðdraganda jólanna með sitt fallega og dillandi skemmtilega jólaævintýri sem slegið hefur í gegn síðustu ár hjá barnafjölskyldum og hlotið frábæra dóma gagnrýnenda. Sýningin er úr smiðju Miðnættis, sem framleiðir framúrskarandi menningarefni fyrir börn og ungmenni.