Lónið

ENGLISH BELOW

Þrjár mannverur stíga út fyrir þægindarammann í leit að hugarró og vellíðan í amstri hversdagsins. Þau leggja af stað í sjálfnærandi ferðalag, hannað fyrir bæði líkama og sál, en að ná fulkominni slökun hefur aldrei verið eins mikilvægt og á tímum sem þessum.

Nú þarf að sigra hugann, örva skilningarvitin og komast í tengsl við líkama og sál. Ekkert má út af bregða. „Bara ef þið vissuð hvað væri í gangi. Það eru pappírar. Skjöl. Leynileg skjöl. Almenningur fær ekki aðgang að þessum skjölum. Ég og þú? Nei, nei. En þau eru til. Sama hvort þú trúir á þau eða ekki. Og þau eru stórhættuleg. Sko. Ég er að segja ykkur það. Það eru hlutir í gangi hérna sem þið hafið ekki hugmynd um.“

Leiksýningin „Lónið“ tekur fyrir eymd mannlegrar tilveru á tímum síðkapítalískra drauma. Stóra sal Tjarnarbíós verður umbreytt í baðlón en þar fá áhorfendur innsýn í heim vonar og þrár; einsemdar og einmanaleika; hugarró og vellíðunar. Komum saman og stillum áttavitann, hugsum stórt og förum fulla ferð áfram.

Verkefnið er styrkt af Reykjavíkurborg

Texti og leikstjórn: Magnús Thorlacius

Flytjendur: Rakel Ýr Stefánsdóttir, Jökull Smári Jakobsson, Melkorka Gunborg Briansdóttir

Tónlist og hljóðmynd: Ísidór Jökull Bjarnason

Myndbönd: Hákon Örn Helgason, Nikulás Tumi Hlynsson

Aðstoðarleikstjórn og sviðshreyfingar: Ragnhildur Birta Ásmundsdóttir

Meðhöfundar: Bjartey Elín Hauksdóttir, Hákon Örn Helgason, Jökull Smári Jakobsson, Magnús Thorlacius, Melkorka Gunborg Briansdóttir, Nikulás Tumi Hlynsson og Vigdís Halla Birgisdóttir

Sérstakar þakkir: Anna María Tómasdóttir, Annalísa Hermannsdóttir, Björg Steinunn Gunnarsdóttir, Bryndís Ósk Þ. Ingvarsdóttir, Egill Ingibergsson, Fjölnir Gíslason, Guðmundur Felixson, Karl Ágúst Þorbergsson, Tryggvi Gunnarsson

__

ENGLISH

Three humans step out of their comfort zone in search of peace of mind and well-being in the hustle and bustle of everyday life. They embark on a self-nourishing journey, designed for both body and soul, but achieving complete relaxation has never been more important than in times like these.

The only thing left for them to do conquer the mind, stimulate the senses and get in touch with body and soul. This might prove a difficult task.

The play "The Lagoon" deals with the misery of human existence in the era of late-capitalist dreams. Tjarnarbíó's stage will be transformed into a lagoon, where the audience will get an insight into the world of hope and desire; solitude and loneliness; peace of mind and well-being.

The piece is beautifully visual, is a movement performance with text and visuals.

You dont need to understand Icelandic. The three short monologues in the play will be available before the show and after for those who are interested.