Lónið

Lónið kemur aftur 1.október!!

Þrjár mannverur stíga út fyrir þægindarammann í leit að hugarró og vellíðan í amstri hversdagsins. Þau leggja af stað í sjálfnærandi ferðalag, hannað fyrir bæði líkama og sál, en að ná fulkominni slökun hefur aldrei verið eins mikilvægt og á tímum sem þessum. Nú þarf að sigra hugann, örva skilningarvitin og komast í tengsl við líkama og sál. Ekkert má út af bregða.


„Bara ef þið vissuð hvað væri í gangi. Það eru pappírar. Skjöl. Leynileg skjöl. Almenningur fær ekki aðgang að þessum skjölum. Ég og þú? Nei, nei. En þau eru til. Sama hvort þú trúir á þau eða ekki. Og þau eru stórhættuleg. Sko. Ég er að segja ykkur það. Það eru hlutir í gangi hérna sem þið hafið ekki hugmynd um.“


Leiksýningin „Lónið“ tekur fyrir eymd mannlegrar tilveru á tímum síðkapítalískra drauma. Stóra sal Tjarnarbíós verður umbreytt í baðlón en þar fá áhorfendur innsýn í heim vonar og þrár; einsemdar og einmanaleika; hugarró og vellíðunar. Komum saman og stillum áttavitann, hugsum stórt og förum fulla ferð áfram.


Aðstandendur

Texti og leikstjórn: Magnús Thorlacius

Flytjendur: Bjartey Elín Hauksdóttir, Jökull Smári Jakobsson, Melkorka Gunborg Briansdóttir

Tónlist og hljóðmynd: Ísidór Jökull Bjarnason

Myndbönd: Hákon Örn Helgason, Nikulás Tumi Hlynsson

Aðstoðarleikstjórn og sviðshreyfingar: Ragnhildur Birta Ásmundsdóttir

Meðhöfundar: Bjartey Elín Hauksdóttir, Hákon Örn Helgason, Jökull Smári Jakobsson, Magnús Thorlacius, Melkorka Gunborg Briansdóttir, Nikulás Tumi Hlynsson og Vigdís Halla Birgisdóttir

Sérstakar þakkir: Anna María Tómasdóttir, Annalísa Hermannsdóttir, Björg Steinunn Gunnarsdóttir, Bryndís Ósk Þ. Ingvarsdóttir, Egill Ingibergsson, Fjölnir Gíslason, Guðmundur Felixson, Karl Ágúst Þorbergsson, Tryggvi Gunnarsson


Verkið var upphaflega flutt sem útskriftarverk Magnúsar Thorlacius úr Listaháskóla Íslands. 

Verkið er styrkt af Reykjavíkurborg.