Look at the music

Í tónleikhúsverkinu ,,Look at the music” verður kynnt nýstárleg og aðgengileg leið til að upplifa tónlist.

Heyrnalausir og heyrandi sitja hlið við hlið á tónleikum þar sem Döff ljóðlist og kórverk skapa áður óséðan samleik. Ljóðskáldin Elsa G. Björnsdóttir og Haukur Darri Hauksson ortu ljóðin á táknmáli, og tónskáldið Stefan Sand frumsamdi kórverkin í anda ljóðanna. Öll hafa ánægju af, heyrandi og Döff, málhafar íslensks tungumáls og íslensks táknmáls.