Paraphrase-in the mood for love

Paraphrase stígur aftur á stokk í Tjarnarbíói og bíður sem fyrr upp á huggulega kvöldstund með ljúfum tónum. Rannveig Káradóttir, söngkona, Peter Aisher, píanóleikari og Halli Guðmunds, kontrabassaleikari skapa afslappaða og ánægjulega stemmningu þar sem hægt er að slaka á og gleyma sér í hrífandi tónheimi. Tríóið blæs nýju lífi í klassíska djass-standarda í bland við lítt þekktar perlur í tilfinningaríkum og margbrotnum flutningi sem hrífur áhorfendur frá upphafi til enda.

Flytjendur:

Rannveig Káradóttir, söngkona

Peter Aisher, píanóleikari

Halli Guðmunds, bassaleikari