Teddi LeBig - Úr einu í annað

Það eru rúm tuttugu ár síðan Teddi tróð fyrst upp með uppistandi. Síðan þá hefur sjálfsefi og almennt framtaksleysi valdið því að hann hefur ekki stigið oft á svið. En nú er komið að því að hann ætlar að láta sig hafa það. Á klukkutíma mun hann tækla sjálfsefann, lýsa yfir ást sinni á Noregi, ræða barneignir, raunir hávaxinna, Spánarferðir, þarmaflóru sína, Íslendingabók og ættfræði ásamt því að reyna að greina það af hverju sveitapiltur með þann draum heitastan um að verða bóndi endaði sem lattelepjandi Vesturbæingur.