Við erum hér - Nýr íslenskur söngleikur
,,Við erum hér" -Nýr íslenskur söngleikur
,,Til hvers að gifta sig þegar það er enginn til að festa það á filmu?”
Sviðslistakórinn Viðlag býður þér í giftingu ársins! Þeir Bjartmar og Arnar ætla loksins að setja upp hringa og þér er boðið ásamt fjölskrúðugri fjölskyldu og litríkrum vinum. Við erum hér fjallar um ástina, gáskan og vandræðalegu augnablikin sem einkenna íslenskar giftingar þar sem fjölskylduböndin eru flókin, vinirnir eru með bein í nefinu og annar grúðguminn er Bridezilla.
Við erum hér er nýr íslenskur glymskrattasöngleikur. Verkið notast við lög úr nýjum og klassískum söngleikjum með glænýjum íslenskum textum.
Viðlag hefur í gegnum árin getið sér gott orð sem glæsileg viðbót við kór- og sviðslistamenningu á Íslandi. Þau hafa sett á svið nýja söngleiki og kórtónleika og byggja á hinni amerísku Glee klúbba hefð; þar sem söngur, leikur og dans eru í fyrirrúmi til að segja fallegar og fjöbreyttar sögur.
Kórstjóri:
Axel Ingi Árnason
Leikstjóri:
Agnes Wild
Höfundur:
Agnes Wild, Bjarni Snæbjörnsson, Inga Auðbjörg Straumland, Karl Pálsson og Steinunn Björg Ólafsdóttir.
Hljóðhönnuður:
Kristín Waage
Ljósahönnuður:
Aron Martin Ásgerðarson
Leikarar:
Aldís Fjóla Borgfjörð Ásgeirsdóttir, Arna Rún Ómarsdóttir, Arnar Hauksson, Arnheiður Melkorka, Bjarni Snæbjörnsson, Bjartmar Þórðarson, Eric Heinen, Erla Stefánsdóttir, Greipur Garðarsson, Guðrún Ágústa Gunnarsdóttir, Gunnlaugur Ragnarsson, Hafsteinn Níelsson, Halldór Ívar Stefánsson, Halldóra Þöll Þorsteins, Hrafnhildur Eva Guðmundsdóttir, Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm, Inga Auðbjörg Straumland, Jimi Gadson, Jökull Ernir Jónsson, Jón Sigurður Gunnarsson, Karl Pálsson, Katrín Ýr Erlingsdóttir, Kristbjörg Ásta Viðarsdóttir, Kristinn Breiðfjörð, María Skúladóttir, Olgalilja Bjarnadóttir, Sigríður Ásta Olgeirsdóttir, Sigur Huldar Ellerup Geirs, Sigurður Heimir Kolbeinsson, Snorri Hjörvar Jóhannsson, Steinunn Björg Ólafsdóttir, Tinna Margrét Hrafnkelsdóttir, Tómas Guðmundsson, Úlfar Viktor Björnsson, Ylfa Marín Haraldsdóttir.