UNGI Sviðlistahátíð fyrir unga áhorfendur

UNGI Sviðslistahátíð fyrir unga áhorfendur

Þann 25-27 apríl heldur Assitej á Íslandi (samtök sviðslistahópa og leikhúsa fyrir unga áhorfendur) sviðslistahátíðina UNGA í sjöunda sinn. Að venju er hátíðin hluti af Barnamenningarhátíð í Reykjavík og að þessu sinni erum við með 7 sýningar á hátíðinni. Þær eru flestar sýndar í Tjarnarbíó en einnig í Borgarleikhúsinu og í Ráðhúsinu.

Hátíðin verður að þessu sinni og til framtíðar "Afslöppuð hátíð" sem þýðir að boðið verður upp á sýningar sem eru aðgengilegar fyrir fyrir skynsegin börn og börn með hreyfi- og þroskahömlun

Kanlínudans

Kanlínudans er einstaklega fallleg og sjónræn hálftíma löng danssýning um tvær kanínur sem eru að fóta sig í heiminum. Þær vilja vita hvernig allt virkar, hvernig maður talar og hvernig er eiga vini og hvernig á að leika sér. Lögð er áhersla á að áhorfendur finni sig í verkinu með ýmsum klappleikjum.

Sýningin er 30 mínútna löng og verður sýnd í Tjarnarbíó fimmtudaginn 25 apríl kl 16.00.

Sagan af Gýpu

Töfrabækurnar- Sagan um Gýpu er u.þ.b hálftíma löng brúðuleiksýning fyrir yngstu kynslóðina. Tveir leikarar opna stóra bók sem verður sögusviðið fyrir Söguna af Gýpu. Gýpa er með eindæmum matgráðug og mesta furða að hún hafi ekki verið búin að éta heimilisfólk út á gaddinn. Þegar matinn þrýtur étur hún askinn sinn, karl og kerlingu í kotinu og kúna Kreppilhyrnu. Síðan heldur hún af stað til að leita að meiri mat. Að lokum kemst hún að því að það er ekki skynsamlegt að borða allt sem hún sér. Sýninguna prýða lög eftir Vandræðaskáldin Sesselíu Ólafsdóttur og Vilhjálm B. Bragason.

Sýningin verður sýnd í Tjarnarbíó, laugardaginn 27. apríl kl 13.30 og kl 14.30

Stóri punktur og litli punktur

Skemmtileg trúðasýning þar sem tveir trúðar spinna upp skemmtilegar sögur, verða ósáttir, sættast og dansa og syngja.

Sýningin verður sýnd í Tjarnarbíó, laugardaginn 27. apríl kl 11.00

Trúðalæti

Skemmtileg trúðasýning þar sem áhorfendur er dregnir inn skemmtilega leiki þar sem dans og leikur að ýmsum tungumálum leika aðalhlutverkið

Sýningin verður sýnd í Tjarnarbíó, laugardaginn 27. apríl kl 12.30

Nýjustu töfrar og vísindi

Skemmtileg og fræðandi sýning, þar sem Lalli töframaður rannsakar muninn á töfrum og vísindum. Sýningin er full af skemmtilegum vísindatilraunum, töfrum og fróðleik.

Sýningin verður sýnd í Tjarnarbíó, laugardaginn 27. apríl kl 10.00