Ég lifi enn - sönn saga
„Ég lifi enn - sönn saga” er sjónræn upplifunarsýning um þetta undarlega ferðalag sem lífið er og það eina sem við vitum er að við munum öll deyja.
Hér sameina sviðslistakonurnar Þórey Sigþórsdóttir, Rebekka A. Ingimundardóttir og Ásdís Skúladóttir krafta sína í nýju verki um ellina. Átökin á milli löngunarinnar við að lifa sem lengst og óttans við það að deyja.
„Ég lifi enn - sönn saga” er innblásið af persónulegri reynslu af því að fylgja nánum aðstandendum inn í síðasta æviskeiðið eða vera staddur í því sjálfur. Einnig byggir sýningin á vinnusmiðjum og rannsóknarvinnu með eldri borgurum, unnum með stuðningi Reykjavíkurborgar.
Sýningin vekur hugleiðingar um aðstæður í samfélagi okkar. Við viljum eldast af virðingu og reisn en hér er forgangsröðin skýr. Þegar við eldumst er hver sjálfum sér næstur. Er þetta það samfélag sem við viljum? Höfum við húmor fyrir því?
LISTRÆN STJÓRNUN Rebekka A. Ingimundardóttir
LEIKSTJÓRNAR TEYMI
Ásdís Skúladóttir
Rebekka A. Ingimundardóttir
Þórey Sigþórsdóttir
DRAMATÚRG Hlín Agnarsdóttir
LEIKMYNDA- og BÚNINGAHÖNNUN Rebekka A. Ingimundardóttir
TÓN- OG HLJÓÐHÖNNUN Steindór Grétar Kristinsson
KÓR- og TÓNSTJÓRN Gísli Magna
LJÓSAHÖNNUN Juliette Louste
HREYFi HÖNNUN Juliette Louste
VIDEO HÖNNUN Stefanía Thors
ÖLDUNGARÁÐ
UNGRÁÐ
Leikarar: Árni Pétur Guðjónsson, Halldóra Rósa Björnsdóttir, Ingibjörg Gréta Gísladóttir, Kristbjörg Kjeld, Viðar Eggertsson, Þórey Sigþórsdóttir og fleiri.