Útleiga

Útleiga fyrir ýmsa viðburði

Hægt er að leigja Tjarnarbíó undir allskyns viðburði eins og fundi, ráðstefnur, útskriftir, fermingaveislur, fyrirlestra eða annars konar viðburði.

Við leigjum bæði út stóra sviðið okkar sem rúmar hátt í 200 manns í sæti og svo leigjum við út kaffihúsið okkar sem er með lítið svið og rúmar þægilega 40 manns við borð en hátt í 70 manns í stóla.

Á stóra sviðinu er skjár og skjávarpi sem varpar myndböndum eða power point úr tölvu og þar er fullbúið hljóðkerfi. ATHUGIÐ AÐ hávaðamörk á sviðinu eru 96db.

Á litla sviðinu er sjónvarp sem hægt er að tengja tölvu í en einnig er hægt að tengja usb-kubb beint í sjónvapið.

Fyrir frekari upplýsingar um aðbúnað og leiguverð sendir tölvupóst á sindri@tjarnarbio.is