Fabulation

Fabulation is a duo performance created and performed by choreographers Bára Sigfúsdóttir (IS/NO) and Orfee Schuijt (FR/NO). It is also created in collaboration with scenographer Kjersti Alm Eriksen, composers/musicians Eivind Lønning and Kim Myhr, and light designer Martin Myrvold.

In Fabulation the two performers follow physically fantastic speculative pathways in a never-ending search for connection. Driven by desire, the dancers move down and up through magic wormholes. From one dancer to the other, ideas and affects are passed on and on, bouncing furthermore into the room.  The dancers absorb each other's bodies just like insects would merge and mix with their environment, losing themselves through their quest of becoming other. Their journey weaves a common world, full of ornaments and eccentricity, like a techno-organic storytelling with plenty of explicit musicality.

The performance balances between fiction and the real. What is my body made of? Is what I feel through my skin real? The dancers put into question the materiality of things and gladly explore and tell stories of somatic fiction.

About the Artists
Bára Sigfúsdóttir is an Icelandic choreographer who studied contemporary dance at the Icelandic Academy of Arts, in the Amsterdam school of the Arts and lastly at P.A.R.T.S., the school of Anne Teresa de Keersmaeker in Brussels, where she focused both on dance training, movement research and choreography. Bára’s performances have been presented at national and international venues and festivals, including Reykjavik Arts festival, Venice Biennale, Ice-Hot Nordic Dance Platform, Tanzmesse, Performatik festival, Theaterfestival, Moving Futures festival, Theater Aan Zee and Julidans amongst others. In 2015 The Lover was selected for the prestigious Circuit X network, which enabled 5 promising young performance makers to tour extensively in Flanders and the Netherlands. Her performance The Lover received 6 nominations for the Icelandic Performing arts Awards in 2019, where Bára was awarded 'Choreographer of the Year' and 'Dancer of the Year' in Iceland.

Orfee Schuijt is a dancer and choreographer based in Oslo, Norway. She works in collaborative settings and with a variety of practices. She produces her own work; Thing Power is her latest performance which puts three dancers on stage with a large collection of objects. Her interests in weaving different art fields; writing, drawing, choreography, sculpture have led her to develop a practice honoring form and the sensuous. She has danced in the works of Eivind Seljeseth, Yukiko Shinozaki and Heine Avdal and Francesco Scavetta. She also collaborated with Jenny Hval on a series of performative concerts connected to her albums and toured internationally over three years with her band. She has a Bachelor in dance at the Theaterschool of Amsterdam (2009) and finished her Master at the New Performative Practice Department at DOCH in Stockholm (2017). She received a three-year working grant in 2018 and is part of the dancer alliance/SKUDA in Norway since 2018.

Choreography and dance: Bára Sigfúsdóttir and Orfee Schuijt  
Scenography and costume: Kjersti Alm Eriksen
Music: Eivind Lønning, Kim Myhr
Light: Martin Myrvold
Outside eye: Janne-Camilla Lyster, Siri Jøntvedt

Co-production: Dansens Hus Oslo
Supported by: Norsk Kulturrådet, Norwegian arts abroad, Oslo Kommune , FFUK and The Norwegian Embassy in Iceland

Fabulation er dúett eftir danshöfundana Báru Sigfúsdóttur (IS/NO) og Orfee Schuijt (FR/NO) sem einnig flytja verkið. Sýningin varð til í samstarfi við sviðshönnuðinn Kjersti Alm Eriksen, tónskáldin/tónlistarmennina Eivind Lønning og Kim Myhr og ljósahönnuðinn Martin Myrvold.

Í Fabulation þræða dansararnir tveir líkamlega fjarstæðukenndar brautir í látlausri leit sinni að tengingu. Dansararnir eru knúnir áfram af þrá og færast upp og niður gegnum töfrum þrungnar maðkaholur. Hugmyndir og áhrif streyma dansaranna á milli og endurvarpast út í salinn. Dansararnir gleypa í sig líkama hvor annars rétt eins og skordýr sameinast og blandast umhverfi sínu; þeir tapa sjálfum sér í viðleitni til þess að verða eitt með hinum. Úr ferðalagi þeirra verður til sameiginleg veröld, uppfull af skrauti og sérvisku, eins og lífræn teknófrásögn með ríkulegum tónheimi.

Sýningin vegur salt á milli skáldskapar og veruleika. Úr hverju er líkami minn? Er það sem ég skynja í gegnum hörund mitt raunverulegt? Dansararnir setja spurningarmerki við efnisleika hlutanna, kanna hann með gleði og segja líkamlegar skáldsögur.

Um listafólkið
Bára Sigfúsdóttir er íslenskur danshöfundur sem lagði stund á samtímadans við Listaháskóla Íslands, Amsterdam School of the Arts og loks við P.A.R.T.S., skóla Anne Teresu de Keersmaeker í Brussel, þar sem hún einbeitti sér bæði að dansþjálfun, hreyfirannsóknum og kóreógrafíu. Verk Báru hafa verið sýnd innanlands og utan, m.a. á Listahátíð í Reykjavík, Feneyjatvíæringnum, Ice-Hot Nordic Dance Platform, Tanzmesse, Performatik Festival, Theaterfestival, Moving Futures, Theater Aan Zee og Julidans. Árið 2015 var verkið The Lover valið í hið virta tengslanet Circuit X sem gerði fimm ungum og efnilegum sviðshöfundum kleift að ferðast með list sína um Flanders og Holland. The Lover hlaut sex tilnefningar til Grímunnar árið 2019 og Bára var valin danshöfundur og dansari ársins.

Orfee Schuijt er dansari og danshöfundur sem býr og starfar í Osló. Hún vinnur á samstarfsgrundvelli og beitir ýmiss konar nálgun við list sína. Hún semur eigin verk og Thing Power er nýjasta sýning hennar þar sem þrír dansarar birtast á sviði ásamt miklu safni hluta. Áhugi hennar á að flétta saman ólíkum listgreinum – texta, teikningu, dansi og skúlptúrum – hefur stuðlað að sköpunarverki þar sem form og skynjun er í öndvegi. Hún hefur dansað í verkum eftir Eivind Seljeseth, Yukiko Shinozaki og Heine Avdal og Francesco Scavetta. Hún hefur einnig unnið með Jenny Hval að röð tónleikagjörninga í tengslum við plötur hennar og ferðast víða um heim með hljómsveit hennar. Orfee er með BA-gráðu í dansi frá Theaterschool of Amsterdam (2009) og lauk meistaranámi frá DOCH í Stokkhólmi (2017). Hún hlaut þriggja ára starfslaun árið 2018 og hefur verið meðlimur í dansarasambandinu SKUDA í Noregi síðan 2018.