Tónleikhús

Söngleikir / Tónleikhús

Athugið að allar sýningar í Tjarnarbíó hafa stuttan sýningartíma og því mikilvægt að bóka tímanlega

HARK

Hark er nýr íslenskur gamansöngleikur fyrir fullorðna með tónlist eftir Þór Breiðfjörð sem einnig leikur í sýningunni. Það á sér stað á vendipunkti í lífi poppstjörnunnar Jóhanns Víkings, sem má muna fífil sinn fegurri. Þótt söngleiknum sé öðrum þræði ætlað að vera fyndin afþreying með grípandi og eftirminnilegum lögum eru líka á ferðinni dýpri skilaboð og hugleiðingar um úrelt karllæg sjónarmið, tilgang lífsins og hvernig kynslóðirnar geta sameiginlega uppfært “hugbúnaðinn” hjá sér með því að opna hjartað.

Frumsýning 22.febrúar 2024.

LOOK AT THE MUSIC 

Í tónleikhúsverkinu ,,Look at the music” verður kynnt mögnuð og nýstárleg leið til að upplifa tónlist og um leið aðgengileg heyrandi og þeirra sem ekki heyra.

Upplifun heyrnarskerðingar og ljóð á táknmáli er grunnurinn í verkinu og tónlistin og kóreógrafían samin í kringum hana. Leikhópurinn sem skartar bæði íslensku og erlendu listafólki skapar hér magnað tónleikhúsverk sem er aðgengilegt öllum. Aðeins verða fjórar sýningar af þessu verki á óperudögum í október.

Sýningar 27. og 29.október 2023

LJÓSIÐ OG RUSLIÐ

Hér er á ferðinni tónleikhúsverk með tónlist eftir Benna Hemm Hemm. Benni flytur ásamt kvennakór og Ásrún Magnúsdóttir hannar hreyfingar. Ekki missa af þessari tónlistarveislu eftir þessa stórkostlegu listamenn.

Frumsýnt 25.janúar 2024