Í sýningu
Tjarnarbarinn
Tjarnarbarinn er kaffihús á daginn og bar á kvöldin þegar það eru viðburðir í húsinu.
Kaffihúsið er opið milli klukkan 10 og 16 á virkum dögum.
Um helgar opnar klukkustund fyrir sýningu.
Gestir mega taka drykki með inn í sal.
Við bjóðum uppá dýrindis kaffi og te, nýja vegan súpu á hverjum degi og Brikk brauð, heitar vöfflur, kökur, ristaðar beyglur og barsnarl og margar tegundir gosdrykkja, bjórs og léttvíns.
Við bjóðum fólk með tölvur velkomið.
Við erum líka með nýtt svið þar sem við erum með hina ýmsu viðburði á kaffibarnum okkar.
Til að leigja kaffihúsið undir fundi eða viðburði, sendið póst á sara@tjarnarbio.is
Miðasala
Miðasala Tjarnarbíós fer fram í gegnum tix.is eða í gegnum tölvupóstfangið midasala(hjá)tjarnarbio.is.
Þú getur líka náð í okkur í síma 527-2100 alla virka daga milli 10-16 og klukkutíma fyrir viðburði.
Við reynum eftir bestu getu að svara öllum erindum eins fljótt og auðið er, en þú getur sparað okkur sporin með því að passa að eftirfarandi upplýsingar fylgi með: fullt nafn, kennitala, heiti sýningar, dagsetning og tími.
Allar upplýsingar um viðburði og sýningar er að finna á tjarnarbio.is eða facebook og instagram síður Tjarnarbíó.
Horfðu
LÓNIÐ
VHS velur vellíðan
Hvað ef sósan klikkar?
Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar
Staðsetning og aðgengi
Strætó
Leiðir 1, 3, 6, 11 og 13 stoppa beint fyrir utan Ráðhúsið. Þaðan tekur innan við mínútu að rölta í Tjarnarbíó.
Bílastæði við Tjarnarbíó
Við hvetjum gesti og gangandi til að íhuga að skilja einkabílinn eftir heima. Best er þó að leggja í bílastæðahúsi Ráðhússins sem er opið alla daga milli 7-24.
Aðgengi hjólastóla
Það er gott aðgengi hjólastóla bæði á kaffihúsi Tjarnarbíós og inni í áhorfendasal. Starfsfólk miðasölunnar aðstoðar fólk í hjólastól við að finna góðan stað inn í sal.